Prófílmynd af Þórólfi

Ég hyggst verja frítíma vetrarins í að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem býður fram í næstu Alþingiskosningum. Stefnumálin munu snúa að ESB aðild og þannig færa Íslendinga úr klóm þeirra fjármálaafla sem halda þjóðinni í heljargreipum. Flokkurinn stefnir að því að bjóða fram í öllum kjördæmum og ná hreinum meirihluta á þingi með það að markmiði að sækja um aðild að ESB en jafnframt standa vörð um grunn atvinnuvegi þjóðarinnar. Krónan er of lítill gjaldmiðill til þess að geta knúið fram þær fjárfestingar sem fyrir liggja í landinu næstu áratugi. Óstöðugleikinn sem fylgdi kæmi fram sem sársaukafull aðför að vinnandi stéttum. Hér er komið að nýrri byltingu. Eflum sveitarstjórnarstigið, færum valdið nær samfélaginu og hættum að reka okkar eigin eftirlitsbatterí með tilheyrandi kostnaði. Hér er allt regluverk hvort sem er apað upp eftir ESB, látum ESB sjá um eftirlitið og nýtum fjármunina til uppbyggingar. Vegakerfið er ónýtt, bændur róa lífróður, aldraðir skrimmta, geðheilbrigðismál eru í lamasessi, skólamálin eru í nauðvörn. Þetta er algjörlega úr takti við þá sýn sem ég hef fyrir þjóðina, landið og næstu kynslóðir. Er þetta ekki bara málið?

Þórólfur er giftur Maríu Báru Jóhannsdóttur og saman eiga þau 2 syni.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-27-skuldir-ad-sliga-islenska-baendur-392582